Smávægileg sundurlaus hugleiðing

Umræða um þátttöku fólks í stjórnmálum fer marga vegi á leið sinni um þjóðfélagið og lítur víða við. Sumt er gott og gilt en annað er fram sett af ómálefnaleika grunnrar hugsunar með eða án tilgangs. Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér síðustu daga er hvernig ungt fólk í stjórnmálum, fær stundum umræðu um sig án tilvísunar í neitt annað en hugrenningar eða hugarburð, sem á óræða rót í samfélaginu. Þetta er framagirnisumræðan þar sem haldið er á loft nöfnun ungra stjórnmálamanna sem eiga að hafa valið sér stjórnmálaflokk eða hreyfingu með tilliti til þess hvar frami þeirra gæti verið sem hraðastur og mestur.

 Þessir ungu stjórnmálamenn eru fólk sem, að mínu viti, hefur verið treyst til ýmissa hlutverka og ábyrgðar innan sinnar hreyfingar til að veita málefnum framgang og styrkja starfið. Ég er síðan fyllileiga þeirrar skoðunar að fólk njóti verðleika sinna þegar upp er staðið á einhvern hátt og því geti þeir, ef einhverjir eru, ekki komist upp með það að hafa eingöngu slíka nálgun á starfi sínu.

Undanfarin misseri hefur mér fundist bera meira á þessu en áður og er það miður. Mér virðist enginn vera saklaus í þessum efnum því ég heyri þetta sagt um fólk í öllum flokkunum. Í grunninn sagt finnst mér að fólk ætti að gefa þessum einstaklingum það að þeir séu að fylgja lífsýn sinni og velji sér stað til starfa innan stjórnmálahreyfinga eftir því. Ég hefði haldið að í raun væri enginn staður auðveldari en annar til metorðaklifurs ef allt annað vantar.

Svo er reynar hitt sem til staðar er, að stundum hallar metorðastiginn upp að röngu húsi eins og sagt var við mig nýlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg sammála þér í þessu Ragnar. Þeir sem eru með svona bull, hafa aldrei nálægt grasrótarstarfi í stjórnmálum komið. Fólk gerir sér ekki grein fyrir hve mikið starf á sér stað innan flokkanna...allt kauplaust. Sumir halda t.d. að allt flói í peningum hjá Sjálfstæðismönnum, en það er auðvitað fyrra. Það er ungmennafélagsandinn sem gildir

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Get tekið undir þetta heilshugar. Er búin að vera gjaldkeri á Sjálfstæðismönnum hér á Selfossi í 4 ár og öll mín vinna er í sjálfboðavinnu, hef gaman af þessu og nýt þess að kynnast skemmtilegu fólki. Núna eftir að ég hætti sem gjaldkeri er ég samt alltaf með þegar ég get, það er svo gaman að umgangast aðra. Þetta með stigann upp að röngu húsi, held að það sé nokkuð til í þessu.Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef oft furðað mig á umræðum fólksins á götunni.  Og hvernig það dæmir einstaka flokka og allt fólkið í flokknum út frá einhverju einstöku tilviki.  Eins og gert var við Frjálslynda allt út af einni fyrirsögn í grein, þar sem fyrirsögnin er sett upp í spurningarstíl meira að segja.  Ég ef aldrei á minni ævi upplifað annað eins.  En það varð til þess að ég fór að skilja aðra sem hafa lent í þessu.  Það er sárt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 09:54

4 Smámynd: Hannes Bjarnason

Hér er kvartað undan áliti samfélagsins á stjórnmálamönnum og þeim sem vinna að stjórnmálum. En er ekki einmitt álit samfélagsins á ráðamönnum þeim sjálfum að kenna? Að mínu mati er það hluti sannleiksins, þó sjálfsagt knúi öfund marga áfram.

Við seinustu sveitastjórnarkosningar fylgist ég vel gangi mála í Skagafirði. Las alt sem ég komst yfir að greinum og umræðum í kosningarbaráttunni. Það sem sló mig oft og mörgu sinnum var hve lágkúruleg umræða um ýmis mál varð, full af persónuárásum og allt annað en málefnaleg. Þegar umræða fer á þann veg, þá er mér ómögulegt að taka fólk alvarleg og veita persónum þá virðingu sem þær kannski eiga skilið. Því miður virðist það vera meir og meri af persónuárásum og höggum undir beltisstað í stjórnmálaumræðu nútímans. Og það kemur bara óorði á alla þá sem vinna að stjórnmálum. 

Hannes Bjarnason, 30.5.2007 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband