Myndir úr Færeyjaferð I

Hér eru nokkrar myndir úr Færeyjaferðinni.Copy of S3500280

Þessi hérna til vinstri er úr Þórshöfn, rétt við hliðina á verslunarmiðstöð þeirra, SMS. Mjög skemmtileg finnst mér (og sjálfsagt engum öðrum). Kindur á beit og kofi rétt þarna til hægri sem lendir utan myndar. Copy of S3500261

Þeir kynda að mestu leyti með olíu. Hérna er hitarinn í nýlegu húsi.

 

 

Copy of S3500264

Og svo er ein hérna af súkkulaðigrísnum henni Eyhildi. Þetta var velheppnuð ferð að hennar mati.

 Hérna er svo Salbjörg. Hún fékk peningagjafir hér og þar og fékk að velja sér leikföng til að kaupa fyrir. Ákvað að fá sér leikbolta, áttu að vera hundrað í pokanum en voru bara níutíu og níu. Pínu snuðuð af frændum sínum Færeyingum sú stutta. S3500269


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Bryndís Jónsdóttir

hvernig datt þér í hug að telja alla boltana ;) hehe.... ertu viss um að þú hafir ekki gleymt bara einum verður bara að telja attur ;D

Guðrún Bryndís Jónsdóttir, 12.5.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

He he, Eyhildur fékk líka boltapoka. Ég taldi líka þar og þeir voru líka bara 99. Svínarí

Ragnar Bjarnason, 12.5.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jahá svona er hægt að græða á bara einum bolta. Hafðu það gott og þín fjölskylda.

Svava frá Strandbergi , 13.5.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband