Komin heim

Jæja, þá erum við komin heim úr okkar annars ágætu Færeyjaferð. Við fórum frá Þórshöfn seinnipartinn á mánudaginn og komum síðan til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Frekar vont var í sjóinn að því að mér fannst, hvasst og þónokkur ölduhæð. Salbjörg sagðist vera ringluð, Anita var sjóveik en litla dýrið (Eyhildur) hljóp um allt var bara í matar- og leikhugleiðingum.

Svo vorum við tiltölulega snögg í land þegar lagst var að, vorum kominn af stað til Egilsstaða um klukkutíma eftir að lagst var að bryggju. Ég gerðist skáti í smá tíma því ég hjálpaði eldri hjónum að finna bílinn sinn á bíldekkinu en gerði samt ekki neitt í raun en uppskar þvílíkar þakkir samt sem áður. Gaman að því.

Stoppuðum svo smá á Egilssöðum í Ranavaðinu hjá Gógó en komum svo heim um hálf þrjú í gær. Leiðin lá síðan á Húsavík á fund seinnipartinn og maður er þannig strax kominn í fullan gír um leið og heim er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsilegt og velkomin heim, þetta náttúrulega var alveg drauma ferð eins og mér hefur sýnst. Gangi þér og þínum allt í haginn kappi, hvort sem er í fjölskyldu eða stjórnmála lífinu.

Sigfús Sigurþórsson., 9.5.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já þetta var sko draumaferð. Mörg ár síðan ég hef farið í almennilegt frí svo ég tali nú ekki um að sinna og vera með fjölskyldunni. Ég þakka hlýjar kveðjur, þær eru mikils metnar. Stjórnmálin ganga svo einhvernveginn, ég á ágætan meðbyr hér.

Ragnar Bjarnason, 9.5.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Kiwi

Velkomin heim!!! :)

 kv. Elva

Kiwi, 10.5.2007 kl. 06:11

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsilegt.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband