Sótt að Brown

Nú sækja íhaldsmenn hart að Gordon Brown í aðdraganda embættistöku hans sem formanns Verkamannaflokksins. Undanfarna daga hafa þeir verið að grafa upp tíu ára gamalt mál varðandi skattabreytingu á ellilífeyri. Hann hefur varist af fullri hörku en mátti þó þola það nú í dag að borin var fram vantrauststillaga honum á hendur í breska þinginu.

Eins og við var að búast fylktu liðsmenn Verkamannaflokksins sér að baki Browns, jafnvel hans hatrömmustu andstæðingar innan flokksins. Skýrendur telja þetta ekki hafa mikil áhrif en sýni þó að vel verði að honum sótt á næstu mánuðum af andstæðingum.

Því má svo við bæta í lokin að hans helsti keppinautur um formannsstöðuna gaf það út í dag að hann hygðist ekki sækjast eftir þeim starfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru mörg líkin í lestinni hjá ráðamönnum.  Þar er allt geymt en ekkert gleymt þá það fari ekki hátt fyrr en þeir sækjast eftir meiri titlum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband