Það að vinna saman

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að menn nái betri árangri ef unnið er saman til að ná lengra a.m.k. svo lengi sem markmiðin séu sameiginleg. Þetta á ekki hvað síst við um landsbyggðina en ég held að það sé ein af grundvallarforsendum þróunar búsetu á landsbyggðinni að aðilar þar vinni saman að eflingu byggðar og starfsumhverfis.

Stundum sér maður einstaka hluti sem verða til þess að maður spyr sig, af hverju var ekki unnið saman hér?

Ég er ákrifandi að starfatorgi en þar eru auglýst öll laus störf á vegum ríkisins og þar sá ég nýjasta dæmið um ofangreint. FL auglýsir eftir sálfræðikennara í hálfa stöðu þann 28. mars síðastliðinn og FSH auglýsir sömuleiðis eftir sálfræðikennara í hálfa stöðu þann 4. apríl síðastliðinn. Hefði ekki verið hægt fyrir þessa tvo skóla að auglýsa sameiginlega eftir sálfræðikennara í heila stöðu og reyna þannig að fá kennara saman en ólíklegt verður að teljast að kennari komi á annan hvorn staðinn fyrir hálfa stöðu.

Kannski er þetta bara einfalt nöldur í manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband