Hálf sérkennilegt

Það virðist vera það mynstur komið í þessar skoðanakannanir hjá Capacent-Gallup að fylgi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Frjálslynda flokksins virðist vera nokkuð fast á svipuðu róli. Allir þessir flokkar eru þá neðar en þeir óska en kannski Frjálslyndir næst því sem þeir hafa haft. Fylgi Framsóknar og Samfylkingar er ekki ásættanlegt fyrir félagsmenn þeirra því miðað við þetta er um mikið fylgistap að ræða og tíminn styttist óðum fram að kosningum. Nú er haft eftir varaformanni Samfylkingarinnar að litlu framboðin séu einungis samansöfnun dauðra atkvæða og væntanlega er það gert í þeim tilgangi að ná þeim atkvæðum til sín. Ég held reyndar að það sé mikil einföldun á málunum.

Það sem er síðan sérkennilegt í þessu eru sveiflur Sjálfstæðisflokksins á milli vikna, svona upp og niður á víxl og síðan auðvitað hve hátt VG fór og að um sé að ræða tiltölulega jafnt og þétt sig niður á við síðan toppi var náð. Fylgishreyfingin seinustu vikurnar virðast því liggja í kringum VG og Sjálfstæðisflokk og það virðist vera þannig að ný framboð hafi lítil áhrif á Sjálfstæðisflokkinn en þeim mun meiri á fylgi VG.

Sjáum hvað setur á næstu vikum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sannfærð um að það koma fleiri % til handa Framsóknarmönnum upp úr kössunum á kjördag, þið eruð fleiri í Þingeyjarsýslu, um það er ég viss.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Framsóknarmenn skila sé heim á kjördag , það hefur sýnt sig.  Ég skal segja þér sögu "í trúnaði" uss ekki segja .  Ég var að vinna á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún var þá í Glæsibæ og handan götunnar blasti við mynd af framsóknarmönnum sem speglaðist í gleshúsinu okkar megin.  Afar táknrænt fyrir stjórnarsamstarfið.  Inn  kom maður og gekk þungur í spori beint að borðinu mínu, settist og stundi upp.  “Ég ætla ekki að kjósa Framsókn núna.”  Það var “kaupstaðalykt" af manninum.  Hann var Framsóknarmaður og var að hugsa um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.  Hann bjó á suðurlandi í kjördæmi Guðna Ágústssonar.  Ég ræddi við manninn fram og aftur á léttum og alvarlegum nótium í bland.  Það var svo léttstígur maður sem gekk til dyra eftir samtal okkar ákveðin í að halda sig við sinn gamla flokk Frammsóknarflokkinn.  Stundum þarf bara rétta hvatningu úr ólíklegustu átt til að skila sér heim.  Þá list kunna Franmsóknarmenn og þeir kunna líka að leyta sér ráðgjafar.

Vilborg Traustadóttir, 5.4.2007 kl. 22:46

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Eins og þú segir Ragnar, sjáum hvað setur.

Sigfús Sigurþórsson., 5.4.2007 kl. 22:50

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er alltaf jafn gaman að heyra frá ykkur, svo léttar og lífgandi. Já já við sjáum hvað setur. Ég er alltaf að tala við fólk sem er að spá í hlutina en ég er á því að margir sem gefa sig upp núna séu búnir að "láta segja sér" hvað á að kjósa. Ég hef komist í gegnum lífsins ólgusjó með jákvæðni og hún yfirgefur mig ekkert núna.

Annars hef ég óendanlega gaman af tölum í allri sinni mynd. Kannski er ég pínu einrænn.

Ragnar Bjarnason, 5.4.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur upp úr kössunum í vor.  Ég er sammála því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband