Flóttamenn

Þetta framlag okkar, að taka á móti flóttamönnum er mikils vert. Þó við séum ekki stór þjóð getum við lagt eitthvað að mörkum og það á að vera í þessa átt, að hlúa að þeim sem heimsástandið hefur farið illa með. Það á að vera markmið okkar, bæði varðandi flóttamannaaðstoð sem og með rekstri friðargæslunnar.

Auðvitað eru mun fleiri verkefni til staðar og eiga þau að mínu mati að hafa þessa grundvallarhugsjón, að hlúa að og gera lífið bærilegra þeim sem þess þurfa vegna aðstæðna í sínu umhverfi.

Ákaflega mikilvægt er að umsjón með flóttamönnum þegar þeir eru komnir til landsins takist vel og þeim þannig gert sem þægilegast að aðlagast okkar samfélagi. Það er verkefni sem tekur langan tíma og verður að vera vel að því staðið. Það er í verkahring okkar allra.


mbl.is Tekið við flóttamannahópum árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sannarlega. Verðum öll að vera ábyrg.  Ekki viljum við gera eins og Bandaríkjamenn, sundra fjölskyldum þar sem ólöglegir innflytjendur hafa átt börn í Bandaríkjunu, sem gera börnin "lögleg" en foreldrana ekki. Foreldrarnir rekin úr landi en börnunum komið í fóstu!  Þvílík grimmd.  Þörf umræða hér.  Þó það sé kannski akkúrat þetta sem þú átt við þá er þetta einn fylgifiskurinn.  Vaxandi vandamál hér sem annars staðar.

Vilborg Traustadóttir, 13.3.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála.

Svava frá Strandbergi , 13.3.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband