Meirihluti með stjórnarskrárbreytingu

Alltaf er það nú svoleiðis að lögfróðir menn deila eða rökræða um merkingu og meiningu laga og lagaákvæða þannig að ekki kemur á óvart að svo sé einnig með títtnefnt auðlindaákvæði. Mest hefur auðvitað heyrst frá þeim aðilum sem eru á móti þessu ákvæði en við skulum einnig hafa í huga að það kom lagaprófessor að gerð þessa frumvarps. Einnig hefur maður heyrt í álitsgjöfum sem segja ákvæðið sé réttmætt og styrki sig einungis með tímanum.

Fyllilega er ljóst að andstaðan við ákvæði þetta er langmest í Sjálfstæðisflokknum en búið er að vinna þá andstöðu niður í þingflokki þeirra þannig að nú er lag að festa þetta í sessi.

Af þessari skoðanakönnun er ljóst að mikill meirihluti fólksins í landinu er hlynntur því að ákvæðið fari inn í stjórnarskrá þó svo að menn telji að ekki sé tími til þess nú. Þannig er nú málum farið að ef ekki verður af þessu nú tefst gildistakan um ein fjögur ár og ég held að það sé ekki rétt að láta það gerast heldur eigi að ganga frá þessu nú. Stjórnarandstaðan bauð lengra þinghald til að koma þessu í gegn um þingið og þá er um að gera að nýta það.

Í lokin er svo sem hægt að velta því fyrir sér hvort til séu óháðir sérfræðingar á Íslandi. Er landið hreinlega ekki of lítið til þess að svo sé. Eru ekki nánast allir þannig settir tengsla- eða skoðanalega séð að þeir geti ekki verið óháðir í eðli sínu? Smá heilabrot.

Það held ég.


mbl.is Tveir þriðju landsmanna segjast hlynntir stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband