Hver er svo traustins verður?

Þessar spurningar hafa alltaf verið í uppá haldi hjá mér án þess að ég geti útskýrt það á einhlýtan hátt. Kannski er það að hluta til vegna þess að maður fær að spegúlera beint um einstaklinginn en ekki endilega flokkinn sem hann leiðir eða er hluti af þó svo að það verði aldrei aðskilið.

Samkvæmt þessu fær Geir bara nokkuð góða niðurstöðu, betri en Davíð á sínum tíma. Segir það okkur að hann hafi breiðari skýrskotun og mýkra viðmót sem fellur alltaf svo vel í kramið. Það virðist ekki skaða hann mikið hvað hann hefur verið á stundum óheppinn með orðaval sitt svo ekki sé meira sagt og þrátt fyrir að hann hafi næstum verið "týndur" á tímabili einnig.

Steingrímur getur líka vel við sinn hlut unað í þessum efnum. Fær óhemju mikið traust miðað við að vera í forsvari fyrir róttækan (sem er nú kannski ekki róttækur nema að hluta, sjá fyrri færslu) vinstri flokk. Ég held að það myndi ekki gerast nema hér á landi. Heyrði reyndar eftir einum gömlum manni fyrir seinustu helgi sam var alveg búinn að missa nokkra trú á hann og líkti honum jafnvel við ónefndan einræðisherra sem uppi var á síðustu öld.

Aðrir flokkaleiðtogar geta nú ekki verið sáttir við sína útkomu í þessu. Algjört hrap hjá Ingibjörgu og Guðjón Arnar mælist varla. Veit ekki alveg með frjálslynda en þetta er ekki gott fyrir Samfylkinguna að sá einstaklingur sem mest hefur verið talað um sem forsætisráðherra undanfarið úr liði stjórnarandstöðunnar er ekki að fá betri niðurstöðu en þetta.

Jón mælist frekar neðarlega, mun neðar en Halldór gerði á sínum tíma. Það sem stendur Jóni auðvitað mest fyrir þrifum er hve stutt er síðan hann kom inn í stjórnmálin og hefur þar með ekki náð að gera sig sýnilegan á þann hátt að fólk myndi sér skoðun á honum í þennan starfa. Ég veit þó að þegar Jón fer að síga betur inn hjá almenningi og hans persónuleiki og lífssýn fer að koma skýrar fram mun hann fá allt aðrar niðurstöður. Hann kom inn sem óþekkt stærð og sjálfsagt margir sem ekki hafa ennþá áttað sig á honum. Framkoma hans í Silfri Egils um síðustu helgi var í raun það fyrsta sem hægt var að sjá af honum til að geta myndað sér skoðun á honum varðandi starfa forstætisráðherra. Ég veit um marga sem þannig er um farið en líka einnig um margt fólk sem hann er farinn að hafa áhrif á.

Það held ég.


mbl.is Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Geir fær mitt atkvæði í traustsskalanum......

Vilborg Traustadóttir, 9.3.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvað ertu að pæla sjálfur'

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég er að hugsa að það er fleiri en einum einstaklingi treystandi fyrir þessu. Það er það fyrsta. Það sem ég horfi síðan á er lipurð í samskiptum, að geta unnið fyrir og með fólki. Og svo reyndar miklu fleiri hugsanir sem fylgja.

Ragnar Bjarnason, 9.3.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband