Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls

Þetta er sem sagt ennþá í bígerð og að mér sýnist ekki endilega víst miðað við orðalagið "náist um það samstaða á fundi eldri borgara og öryrkja". Það virðist svo vera þó að ekki verði um að ræða nema þá eitt framboð af þessum vettvangi en ekki tvö eins og margt benti til fyrir stuttu síðan. Annars held ég að stjórnmálaflokkur úr þessum hópi, þ.e.a.s. aldraðra og öryrkja, hafi mikinn stuðning á með sér þó aðalstefnumál þess flokks hafi víðtæka skírskotun til almennings. Um er að ræða bæði of einhæfa og of opna stefnuskrá, hvernig svo sem það kann að hljóma. Þá held ég að margir í þessum tveimur hópum séu fyrir ákveðnir og jafnvel bundnir ákveðnum flokkum varðandi sitt atkvæði í vor. Það verði því ekki um að ræða almennan stuðning úr þessum þjóðfélagshópum.

Af þessari frétt virðist manni einnig að mörg önnur stefnumál fái "skoðanakönnunarafgreiðslu" með því að öllu sé haldið opnu þannig að meirihluti þjóðarinnar ráði för.

Best að heyra í pabba og athuga hvernig augum hann lítur málið, hann er jú einu sinni eldri borgari.


mbl.is Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls: Áherslum í samfélaginu verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband