Sylvía Nótt enska boltans

Þessi annars ágæti framkvæmdastjóri hefur það yfirbragð, sem títtnefnd Silvía Nótt hefur þrifist á en það er hroki (e.arrogance).  Ekki þannig að skilja að þessar yfirlýsingar séu eitthvað út úr kú þannig séð hjá honum. Þetta flokkast sem þetta hefðbundna sálfræðistríð, sem viðgengist hefur milli sumra framkvæmdastjóra í enska boltanum og þá helst Ferguson og Wenger síðustu árin. Þar inn í hefur José blandað sér allrækilega síðan hann kom til Englands.

Í upphafi voru menn almennt hrifnir af honum, þar á meðal ég. Hann kom með ferska vinda með sér, sagði hluti hreint út og virtist segja allt sem honum lá á hjarta. Í upphafi fékk hann virðingu út á þetta og stóð alltaf undir nafni með þetta. En þegar á leið birtist meir og meir hjá honum sem þeir ensku túlkuðu sem hroka og einhvernveginn varð breyting hjá honum í þá áttina þegar á leið. Kannski vegna atgangs fjölmiðla og umhverfisins og að þessi leið væri einlæg túlkun hans. En þegar upp er staðið hefur hann fallið í það kram hjá þeim ensku að sýna af sér mikinn hroka í viðtölum.

Síðan geta menn séð að sumt af þessu á við einhver rök að styðjast en annað ekki. Man. Utd. hefur ekki sloppið við meiðsli í vetur eins og hann segir. Hans umgjörð gerir Chelsea veikara fyrir svoleiðis áföllum vegna þess að hann vill hafa minni hóp en margur annar stjórnandi toppliða. Skot hans á Arsenal á að hluta til rétt á sér því Wenger hefur það eðli að leita eftir ungum leikmönnum í stað þess að kaupa þá sem eru á toppnum hverju sinni. Þar hefur fjárhagurinn nokkuð að segja en einnig hans eðli. Þessi þrjú lið eru topplið og þessi skot JM eru ekki óeðlileg miðað við það sem á undan er gengið. Þetta er sálfræðileg nálgun hlutanna sem á sér einhverjar stoðir en er ekki heilagur sannleikur. Þetta fær menn til að staldra við, með hjálp fjölmiðla, og eyða orku í að bera af sér blak og jafnvel taka um borð það sem rétt er í þessu. Og þá er tilganginum náð.


mbl.is Mourinho gagnrýnir Arsenal og Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband