Sáttmáli til sóknar

Það er ánægjulegt að sjá sterkt fyrirtæki á landsbyggðinni, sem tekur sér ábyrga stöðu í samfélagi sínu og sýnir þar með samfélagslega ábyrgð. Þarna á ég við Kaupfélag Skagfirðinga en félagið ákvað á síðasta aðalfundi sínum að verja 70 milljónum til eflingar skólastarfi í héraðinu gegn því að sveitarfélögin legðu til verkefnisins 30 milljónum. Þetta verkefni var nefnt "sáttmáli til sóknar" og á að standa yfir næstu fjögur árin. Í haust samþykktu sveitarfélögin þátttöku sína í verkefninu og hefur sérstök verkefnisstjórn tekið til starfa. Verkefnið er nokkuð víðtækt og nær til allra skólastiga, allt frá leikskóla til háskóla en verkefnisstjórnin hefur þónokkuð frjálsræði til úthlutunar styrkja þó ekki sé ætlast til að úthlutað sé til hefðbundinna fjárfestinga.

Virðingarvert framtak og öflugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband