Ábyggilega eitthvað slæmt

Fyrir nokkrum mánuðum lenti ég (ég ætla að leyfa mér að nota þetta orð í þessu sambandi)  í samtali við tvo eintaklinga. Annar þeirra ákaflega harður VG maður, þó hann hafi engan áhuga á umhverfisvernd, og hinn var Samfylkingarmaður. Umræðuefnið voru hin svokölluðu vatnalög, sem þá voru til umræðu á Alþingi. Samtalið var tiltölulega stutt og snarpt eftir því og ákvða ég að yfirgefa samtalið þegar annar segir við hinn "um hvað eru þessi lög annars?" og svarið sem hann fékk var "ég veit það ekki en þetta er ábyggilega eitthvað slæmt".

Algjör snilld fannst mér en auðvitað kristallaðist í þessu að ekki var um vitrænan viðræðugrundvöll að ræða. Ætli þessu sé ekki víða farið svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband