Malarvegir

Ég heyrði einn landsbyggðarfélaga minn segja frá því að fólk hefði sagt honum að það kæmi hreinlega ekkert í heimsókn til hans vegna þess að það þyrfti að fara um malarveg ef af því yrði. Ég svo sem veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessari frásögn. Ég veit ekki hvort ég vildi fá svona fólk í heimsókn sem ekki treystir sér til að yfirvinna malarvegshindrunina til að hitta vini og kunningja. En hins vegar staðfestir þetta það álit mitt að góðar samgöngur eru ein af grunnundirstöðum þess að fólk velji sér búsetu á landsbyggðinni.

Einn parturinn af því að fá þetta til að virka er að útrýma malarvegum í byggð. Það verður hreinlega að hugsa hlutina upp á nýtt. Lítum til landa í kringum okkur, ég ætla að nefna sérstaklega Skotland. Þar eru vegir hreinlega hafðir eins breiðir og þörf er á miðað við notkun en yfirborð þeirra er þó ekki möl. Gerum eins.

Kannski þurfum við að leita aftur til 19. aldar, eins undarlega og það hljómar, og sækja okkur fyrirkomulag vegamála þá. Sumir vegir á forræði sýslna eða sveitarfélaga til að eitthvað gerist með malarvegina, sem enginn vill laga nema þeir fáu sem við notkun þeirra þurfa að búa dag hvern. Hvernig væri það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband