Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fallegur staður

Nú høfum við dvalið í Runavik í thrjá daga í ákaflega góðu yfirlæti og vorum síðan leyst út með gjøfum í dag. Við fengum að gjøf ákaflega fallegt málverk héðan úr Færeyjum og vøldum eitt af Tjørnuvík. Versta við thetta var að thad var svo erfitt að velja á milli theirra verka sem okkur stóðu til boða en thau voru bæði mørg of falleg. Okkur leist vel á okkur í Runavik, notalegt og fallegt og stórkostlegar móttøkur.

Nú erum við komin aftur til Havnar og verðum hér fram á mánudag thegar haldið verður heim. Gott mál. Stelpurnar blómstra og Salbjørg vildi meira að segja vera eftir í Runavik (Reyndar var hundur á staðnum og thegar hún mátti ekki vera eftir thá vildi hún fá hundinn með heim).

Meira seinna.


Salbjørg skemmtir sér

Við fórum aftur í sund seinnipartinn í gær og thad sem Salbjørg skemmti sér vel. Hún uppgøtvaði støkkbrettin og fannst alveg óendanlega gaman að støkkva og støkkva og støkkva. Skríkjandi af gleði og thumallinn upp í hverri ferð. Gaman af henni. Annars er Eyhildur thannig í sundferðum að hún heilsar upp á alla sem hún sér og finnst alveg jafn gaman og Salbjørgu í sundinu.

Núna ætlum við að gefa øndunum brauð og heilsa upp á páfuglana sem halda fyrir mér vøku allar nætur og rølta síðan um hverfið sem við erum stødd í. Á morgun førum við síðan til Runavíkur (og kanski og Eyði) og ætlum að vera thar í tvo til thrjá daga. Svo er aldrei að vita nema maður sjái eins og einn fótboltaleik í kvøld hér í Thórshøfn milli HB og EB/Strand.

Annars bara mjøg gaman fyrir utan smá kvef.


Rólegheitadagur

Dagurinn í dag var svona nokkurn veginn rólegheitadagur. Við byrjuðum á thví að fara í annan kirkjugarðinn hér í Thórshøfn (tahnn yngri) og vorum smá stund thar. Síðan røltum við aðeins um miðbæinn, fundum pósthús og settum øll póstkortin í póst (nema til Gunnu og HB thar sem ég veit ekki heimilisføngin theirra). Sáum málverkasýningu thar og fórum svo reyndar inn í eitt gallerí í miðbænum. Sá nokkur góð og keypti næstum eitt en ákvað svo að láta thad bíða betri tíma.

Eftir hádegið var svo farið í SMS verslunarmiðstøðina en að mati Salbjargar var aðalatriðið thar að kaupa handa henni ísinn sem hún var búin að biðja um frá thví hún vaknaði í morgun. Að auki fékk hún líka bangsímon úr thannig að næsta vers er að kenna henni á klukku. Fórum svo í bókabúð thar sem við keyptum helling af bókum, barnabækur og ljóðabækur og ég veit ekki hvað. Svo var verslað í matinn á mettíma, hef aldrei séð Anitu fara svona hratt í gegnum búð áður. Venjulegast er hún thangað til lokað er.

Eftir kaffið var síðan farið í Swimmjihøllina í Gundadali. Thar færðu svo bara að vera visst lengi ofaní en thá heyrist í kallkerfinu "drengir ví blåum bøndum skal fara upp núna". Snilld.

Síðan skemmti ég mér auðvitað konunglega yfir nøfnum og málinu hérna. Ég gat til dæmis ekki keypt mér mjøg svo nauðsynlegar auka gáfur í gávubúðinni heldur bara gjafir auðvitað. Svo velti ég thví fyrir mér í morgun thegar ég sá fjórða bílinn fara yfir á rauðu ljósi hvort thad thíddi ekki thad sama hér og heima.

Meira seinna.


Ég fer thangað næst

Ætli thad fari ekki að verða síðustu forvøð að heimsækja Kúbu áður en Castro fellur frá en auðvitað verður maður að ná thví.

Góður dagur í dag

Við gerðum víðreist um Færeyjar margar í dag en slepptum thó að fara um blokkflautuna. Samt sem áður hef ég aldrei farið um jafn mørg jarðgøng á einum degi og í dag. Alveg ótrúlega magnað og allt einhvernveginn svo eðlilegt með tilliti til landslags og byggða.

Aðalferðin var til Klakksvíkur en thangað liggja nýjustu og lengstu gøngin. Eins árs afmæli theirra var einmitt í dag og frítt í thau í thví tilefni. Ótrúlegur fjøldi fólks á ferðinni einmitt vegna thess en allt gekk svo auðveldlega fyrir sig. Thaðan fórum við svo reyndar víða, til Kúnøy meðal annars sem og norður um í ákaflega fallega byggð á Viðøy (held ég skrifi thetta rétt). Tókum nesti með okkur og ákaflega góða leiðsøgn einnig í Búa Guttesen og Karin dóttur hans.

Góður dagur sem sagt, meira seinna.


Miðbærinn

Í gær fórum við niður í bæ, løgðum bílnum við smábátahøfnina og røltum síðan um miðbæinn í alveg ágætisveðri. Ég datt auðvitað inn í bókabúð og var thar heillengi en endaði í thví að kaupa enga bók að svo støddu, kannski seinna.

Gatnakerfið er svolítið skrítið í miðbænum, alveg hellingur af gøtum sem liggja tvers og kruss út um allt og hver yfir aðra held ég að lýsi thví best og misthægilegt að ganga um thær. Virðast frekar vera gerðar fyrir bíla en gangandi, samt er ríkjandi almenn kurteisi í garð gangandi vegfaranda. Vid gegnum framhjá løgthinginu og auðvitað ætlaði ég inn svona aðeins til að sjá hvað væri um að ræða en thad var snarlega soppað af dømunum. Thá tókum við eina heimsókn thar sem okkur var tekið með kostum og kynjum og leyst út með gjøfum.

Seinna um daginn ætluðum við í sund en sundhøllin var lokuð vegna Færeyjameistaramóts í sundi og verður sundferðin thví að bíða fram yfir helgina. Thess í stad fórum við með stelpurnar á leikvøllinn thar sem thær skemmtu sér hið besta lengi vel.

Núna í morgun fórum við síðan í nýja verslun (mættum alveg á slaginu í opnun) og var thad upplifun út af fyrir sig. Á eftir fórum við síðan í aðra heimsókn og gengum að thví búnu um fallegan lystigarð hér í Thórshøfn.

Að lokum get ég sagt að ég sé svona nokkurn veginn búinn að læra á gatnakerfið hér nema thá helst á litlu svæði í miðbænum.


Komin

Í upphafi ber að thakka góðar ferðaóskir okkur til handa, kærar thakkir øll.

Og auðvitað er lyklaborðið á Færeysku og eru menn bara beðnir að virða thað. Stelpurnar voru alveg á heimavelli í ferjunni og engin sjóveiki í gangi. Reyndar var Eyhildur lengi að sofna og svo var auðvitað snilld að sjá hana stíga ølduna svona nýlega farna að ganga. Ekki fannst theim barnaleikvøllurinn sístur og undu sér vel og lengi thar, utan Anitu.

Svo thegar við fórum frá borði í morgun fengu mæðgurnar thá snilldarhugmynd að fara landganginn í stað thess að fara með mér í bílnum. Allt í lagi með thad nema thegar til átti að taka var theim tjáð að sýna thyrfti miðana til að komast frá borði. Úps, snúið niður á bíldekk hið snarasta. Miðarnir voru teknir af mér á Seyåisfirði, sagði ég. Hvernig komust við thá í land? He he, en thad gekk og thetta skyndilega panikk búið snøgglega.

Thegar í land kom tók síðan við erfið ferð um thrøngar gøtur á gististað okkar en sú ferð gekk reyndar ákaflega vel.

Annars finnst mér húsin hérna ákaflega fjølbreytt og falleg mørg hver. Thad er svona thad fyrsta sem ég tek eftir.

Nóg að sinni, meira seinna.


Ég á í vandræðum

Já, ég á alveg í stökustu vandræðum með hana Salbjörgu mína þessa dagana og það á algjörlega óvæntan en frekar skoplegan hátt. Þetta þriggja ára stýri vill nefnilega alltaf vera að bursta tennurnar. Alveg ótrúlegt, í það minnsta átta sinnum á dag. Ég hef nú frekar búið mig undir það að ég gæti einhverntímann átt í vandræðum með að fá hana til að bursta en svo er víst ekki.

Það er í sjálfu sér ekkert mikið að þessu nema þá hvað fer mikið tannkrem í þetta og það er nú ekki gefið frekar en annað á þessum síðustu og verstu tímum.

Þetta hlýtur að líða hjá, eða er það ekki annars?


Páskaferð

Gleðilega páska öll. Nú stendur fyrir dyrum tveggja daga páskaferð í Skagafjörðinn.

Eyhildur tilbúin að takast á við daginn

S3500066Hérna er hún Eyhildur tilbúin að takast á við daginn. Það getur S3500067verið erfið lífsbaráttan sko þegar þú ert ekki orðin eins árs og átt eldri systur.

Þannig að þá er bara um að gera að vera í stífum æfingabúðum hjá pabba sínum þegar sú eldri er í leikskólanum.Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að geta haft gaman af öllu saman.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband