Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gullkorn Salbjargar

Einn laugardaginn í desember að mig minnir átti Salbjörg við mig orð. Þetta var eftir hádegi og ég var nýbúinn að setja Eyhildi í vagninn sinn til miðdegisblundar og því vorum við Salbjörg einar inni. Hún fór að dunda í herberginu sínu og ég fór að lesa blöðin í tövunni. Eftir smá stund kemur hún til mín að tölvunni og segir:

Sko pabbi. Ef ég væri ein heima með börnin mín myndi ég ekki vera í tölvunni.

Ég gat ekkert sagt við þessu svo sem. En afgangurinn af deginum var tölvulaus og að mestu inni í herbergi þeirra systra.

Sniðug geta þau verið.


Myndasafn af stelpunum

Hér er hlekkur (http://www.facebook.com/photos.php?id=615926351) á smá myndasafn af þeim stöllum Salbjörgu og Eyhildi fyrir þá sem áhuga hafa á að sjá þær í ýmsum aðstæðum síðustu misserin. Meira að koma þarna inn á næstunni.

Það held ég.


Hugleiðing dagsins

Það góða við að vera ekki í tísku er að þá á maður ekki á hættu að detta úr tísku.

Akkúrat staðan fyrir mig.

Annars er ég staddur svona þessa dagana.


Áhugasamar systur

Þær eru ekkert smá áhugasamar systurnar hérna að fylgjast með sláturgerð ömmu sinnar núna rétt Mynd019um daginn. Þær fengu auðvitað aðeins að taka þátt öllu saman og síðan borða afraksturinn seinna um daginn. Ekkert smá spennandi.

Annars verð ég að koma því að með þessu að það er ekkert smá sem blóðið hefur hækkað í verði á milli ára. Kostaði 79 krónur lítrinn í fyrrahaust en núna einar 249 krónur. Geri aðrir betur í hækkunum, eru þetta ekki rúmlega 200% hækkun?

Það liggur við að maður segi okur dagsins en þar sem þetta eru nú ekki stórar upphæðir lætur maður það nú vera núna.

PS Fyrir þá sem ekki þekkja systurnar í sundur þá er Salbjörg vinstra megin og Eyhildur hægra megin.


Upplifun dagsins

Upplifun dagsins á Salbjörg mín. Við vorum að fá hestana okkar aftur heim eftir sumarlangt lán í hestaferðir Saltvíkur. Komu í fínu formi og því var ákveðið að lengja aðeins sumarið og taka nokkra túra á þeim. Í kvöld fékk síðan Salbjörg að prufa í fyrsta sinn að fara á bak á annan þeirra og þvílík upplifun. Að vísu fór hún ekki langa vegalengd og auðvitað var teymt undir henni en á bak fór hún og það var óborganlegt.

Annars er ég búinn að endurskíra Glóa sem Dollara Glóa því það barst kauptilboð í hann eftir eina ferðina í sumar. Ekki tjáir að nefna hann í höfuð þessarar ónýtu myntar okkar og því skal forskeytið vera í nafni dollarans, evran er svo stirð í þessu samhengi.


Úff

Ekkert sérstaklega skemmtilegir dagar núna í gangi. Salbjörg búin að vera veik í nokkra daga, með upp undir 40 stiga hita og slöpp eftir því. Síðan er Eyhildur að skríða í það núna seinnipartinn og kvöld að ná systur sinni í þessum efnum.

Og svo ofan á allt saman hefur handleggurinn minn ekki verið verri í marga, marga mánuði.

En björtu hliðarnar á þessu öllu saman eru auðvitað þær að þá er hægt að takast á við þetta allt í einu í stað þess að dreifa á lengri tíma.

Allt tekur enda.


Fréttir dagsins

Þær eru eiginlega engar fréttir dagsins hjá manni í dag. Utan það reyndar að ég fór í kvöld og sótti hestana okkar tvo og klippti hófa á þeim yngri. Gekk allt ágætlega en reiðhestarnir eru að fara í hestaferðir frá Saltvík í sumar. Þá verða þeir í góðu formi í haust þegar við förum að hafa almennilegan tíma í reiðtúra.

Þannig að þetta var bara ágætt kvöld.


Ferðalag

Nú er knattspyrnu dagsins lokið. Var á Húsavík um miðjan dag sem aðstoðardómari í fyrstu umferð bikarkeppininnar þar sem Völsungur vann Vini 4-0.

Næsta skref er að leggja af stað í ferðalag til Reykjavíkur þar sem fyrir liggur að vera í brúðkaupi á laugardaginn.

Sjáum til hvort ég kemst í tölvu til skrifta.

Annars er það svo sem ágætt að niðurstaða er fengin í þennan hluta ríkisstjórnarviðræðna, hefur svo sem legið í loftinu undanfarna daga. Sjáum hvað setur í framhaldinu.

Það held ég.


Myndir úr Færeyjaferð I

Hér eru nokkrar myndir úr Færeyjaferðinni.Copy of S3500280

Þessi hérna til vinstri er úr Þórshöfn, rétt við hliðina á verslunarmiðstöð þeirra, SMS. Mjög skemmtileg finnst mér (og sjálfsagt engum öðrum). Kindur á beit og kofi rétt þarna til hægri sem lendir utan myndar. Copy of S3500261

Þeir kynda að mestu leyti með olíu. Hérna er hitarinn í nýlegu húsi.

 

 

Copy of S3500264

Og svo er ein hérna af súkkulaðigrísnum henni Eyhildi. Þetta var velheppnuð ferð að hennar mati.

 Hérna er svo Salbjörg. Hún fékk peningagjafir hér og þar og fékk að velja sér leikföng til að kaupa fyrir. Ákvað að fá sér leikbolta, áttu að vera hundrað í pokanum en voru bara níutíu og níu. Pínu snuðuð af frændum sínum Færeyingum sú stutta. S3500269


Komin heim

Jæja, þá erum við komin heim úr okkar annars ágætu Færeyjaferð. Við fórum frá Þórshöfn seinnipartinn á mánudaginn og komum síðan til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Frekar vont var í sjóinn að því að mér fannst, hvasst og þónokkur ölduhæð. Salbjörg sagðist vera ringluð, Anita var sjóveik en litla dýrið (Eyhildur) hljóp um allt var bara í matar- og leikhugleiðingum.

Svo vorum við tiltölulega snögg í land þegar lagst var að, vorum kominn af stað til Egilsstaða um klukkutíma eftir að lagst var að bryggju. Ég gerðist skáti í smá tíma því ég hjálpaði eldri hjónum að finna bílinn sinn á bíldekkinu en gerði samt ekki neitt í raun en uppskar þvílíkar þakkir samt sem áður. Gaman að því.

Stoppuðum svo smá á Egilssöðum í Ranavaðinu hjá Gógó en komum svo heim um hálf þrjú í gær. Leiðin lá síðan á Húsavík á fund seinnipartinn og maður er þannig strax kominn í fullan gír um leið og heim er komið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband