Danir brúaróðir

Færeyingar hafa göngin sín en ég held að Danir séu brúaróðir. Þeir hættu reyndar við brúna frá Jótlandi yfir til Sjálands, yfir kattegat nýverið en það var bara til að geta byrjað á næstu.

Nú á að byggja brú til þýskalands frá Lálandi og stytta þannig ferðatímann milli Kaupmannahafnar og meginlands Evrópu eitthvað, ekkert svo verulega samt.

Femern brú heitir fyrirbærið, verður einir 20 km á lengd og opnar 2018 en skrifað var undir Femernsamninga þessa efnis í morgun. Kostnaður uppá 32-40 milljarða danskra króna og slagar hátt í kostnað við bæði Stórabeltis- og Eyrarsundsbrúna. Og allt þetta fyrir 5-6000 bíla á dag í umferðarþunga, miðað við sumar spár a.m.k.

En það eru skiptar skoðanir um þetta eins og flestar stórframkvæmdir og sumir vilja meina að Stórabeltisbrúin borgi Femernbrúna þegar upp verður staðið.

En brúin er flott að sjá á myndum og reyndar finnast mér brýr vera flott mannvirki yfir höfuð, sérstaklega hengibrýr af einhverju tagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband