Aðeins um enska boltann

Þar sem ég hef haldið með Liverpool í enska boltanum frá því að ég man fyrst eftir mér, og jafnvel lengur en það, þá hefur mér aldrei verið sérstaklega vel við nágrannafélagið Everton. Þó hefur þettat ekki rist neitt sérstaklega djúpt hjá mér þannig séð. En nú held ég að það sé að breitast til verri vegar eftir gærdaginn.

Ég stólaði nefnilega á Everton, aldrei þessu vant, á getraunaseðli gærdagsins og var með Everton - Blackburn sem öruggan leik með heimasigri. Og haldið þið ekki að þessir bölvaðir bavíanar hafi gert jafntefli og þar með var ég bara með tólf rétta í stað allra þrettán leikjanna. Aðeins pirraður verð ég að segja en þegar upp er staðið er sjálfsagt skemmtilegra að vinna almennilega fyrir peningunum í stað þess að láta þá bara detta inn á reikninginn sinn.

Vann að vísu rúmlega fjögurþúsund kall á lengjunni í gær svo þetta er allt saman í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Áfram ARSENAL. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband