Þankar um bakþanka

Eins og svo oft áður kíkti ég á bakþanka Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum, gott ef það var bara ekki á föstudaginn var. Þar skrifaði Guðmundur Steingríms sem er ekki í frásögur færandi og las ég pistil hans en oft finnst mér þeir vera góðir hjá honum. Guðmundur finnst mér oft skrifa ágætlega, bæði las og keypti skáldsöguna hans um mannkynssöguáhrifin um árið. Reyndar var sjónvarpsþátturinn hans einn sá versti sem ég hef nokkurn tímann séð, varð næstum því til lengri sjúkrahúslegu þegar ég sá þáttinn. En nóg um það.

Í þessum bakþönkum var Guðmundur að skrifa um kosningakerfið en hann fer frekar hörðum orðum um það skilningslega séð, þ.e.a.s. að hann átti erfitt með að skilja það þrátt fyrir mikla og góða yfirlegu yfir því sem hlýtur að hafa verið ætluð til að setja sig inn í kerfið til að skilja virkni þess. Það mun þó ekki hafa tekist að hans sögn og því hafi það valdið svitaköstum og ógleði á kosninganótt.

Að mínu viti er nú samt frekar einfalt að skilja grunnvirkni viðkomandi kerfis. Það er kannski eins gott að Guðmundur varð ekki þingmaður þegar upp er staðið ef þetta vafðist svona fyrir honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Eins og Guðmundur virðist nú vera gáfaður maður.

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 08:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Deili þessu algjörlega með þér. Drengurinn er doldið spes.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband