Þar fór titillinn

Ætli titillinn hafi ekki gengið Chelsea úr greipum endanlega við þetta tækifæri. Manchester hefur unnið að því hörðum höndum í síðustu tveimur umferðum að hleypa þeim með í baráttuna en ætli það sé ekki næstum því úti núna. Gæti verið að Ferguson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði fyrir nokkrum vikum að markatalan gæti ráðið úrslitum þegar upp væri staðið. Chelsea þarf allar götur að vinna Man. Utd. stórt þegar liðin mætast til að rétta markatöluna af. Og þetta auðvitað allt saman að því sögðu að bæði lið vinni síðan hina þrjá leikina sem eftir eru í deildinni.

Ég hef ekki trú á því að Manchester fari að klikka á þeim þrem eins og þeir hafa klikkað í síðustu tveimur.


mbl.is Newcastle og Chelsea gerðu 0:0 jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Minnir að þeir þurfi að vinna upp á milli 20 og 30 mörk í þeim leik. Það held ég að verði erfitt þrátt fyrir að vörnin sé orðin illa mönnuð hjá mínum mönnum. Hinsvegar þarf enn að landa þeim 9 stigum sem eftir eru fyrir utan Chelski leikinn. Það er þó huggun harmi gegn að Chelski á líka eftir erfiða leiki eins og á móti Arsenal.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband