Upplífgun andans

Svo bar við í dag að veður var með ágætum hjá manni þannig að maður greip tækifærið og fékk sér smá göngutúr með Eyhildi þegar hún var sett í miðdegisblundinn sinn.Séð til aust- suðausturs

Það snjóaði í nótt hjá okkur, sjálfsagt upp undir tíu sentimetra jafnfallinn snjór. Í logni samt þannig að hann liggur eins og hvítt teppi yfir allt hér.

Þessi göngutúr lyfti manni vel upp og endurhlóð mann þannig að eftir stóð maður fullur orku og bjartsýni á allt og alla. Frábær tilfinning.

Ég elska alveg íslenskt veður, verð ég að segja. Það er einhvernveginn svo gefandi alltaf, alveg sama hvernig það er. Svo er líka alltaf hægt að tala um það (mæli frekar með því að tala um veðrið heldur en hvernig Pondus fór að með sínar samræður í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var).

Séð til norðvestursSéð til norðausturs

Maður býr það vel að lifa í skógarjaðrinum þannig að umhverfi manns er sérlega skemmtileg að því að mér finnst. Í dag hefur bara vantað að maður sæi ugluna sem stundum er hérna fyrir ofan hús. Þá hefði morguninn verið nánast fullkominn.

En sem sagt, endurnærður á sál og líkama í svona fallegu og góðu veðri eins og maður hefur haft í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Flottar myndir. Gaman að sjá hvað það er fallegt þarna. 

Vilborg Traustadóttir, 15.3.2007 kl. 20:19

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Takk. Já það getur verið fallegt hérna, þessi uppsetning kyrrðar og snjóa fellur mér vel.

Ragnar Bjarnason, 16.3.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband